USÚ gaf fótboltapönnu
Ungmennasambandið Úlfljótur hefur nú gefið Sveitarfélaginu Hornafirði fótboltapönnu.
Pannan er staðsett á leikvelli við íþróttahúsið og er kærkomin viðbót við leiktækin sem þar eru. Fótboltapannan var sett niður föstudaginn 17. maí og hefur hún verið í stöðugri notkun síðan. Sveitarfélagið vill þakka USÚ kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Það var Jóhanna Íris Ingólfsdóttir sem afhenti Matthildi Ásmundardóttur bæjarstjóra fótboltapönnuna formlega.