Útboð - Uppbygging fráveitukerfis á Höfn, 3. áfangi.
Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Uppbygging fráveitukerfis á Höfn – Jarðvinna og lagnir - 3. áfangi“ eins og því er lýst í meðfylgjandi útboðsgögnum
Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.
Innifalið í tilboð skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í
útboðsgögnum.
Lauslegt yfirlit yfir verkið
Uppbygging fráveitukerfis Hafnar í Hornafirði hófst árið 2015 og er 1. og 2. áfanga verksins lokið. Nú er komið að 3. áfanga verksins. Hann felur í sér að grafa skurði og koma fyrir fráveitu lögnum og öllu öðru því viðkomandi svo sem brunnum/dælubrunnum og frágangi á öllum lögnum samkvæmt verklýsingum frá þeim stað sem lagnir enduðu í 2. áfanga, rétt sunnan við gatnamót Álaugarvegar og Víkurbrautar. Þaðan liggja lagnir að Álaugarvegi og austur Álaugarveg alla leið að Standey sem er austast við Álaugarveg einnig eru lagðar lagnir frá Álaugarvegi norður Álaleiru og að gatnamótum Álaleiru og Bugðuleiru.
Helstu magntölur eru:
Rif skólpbrunnar 9 stk. Lagnir 600 m.
Gröftur 1.270 m skurðir
Brunnar 33 stk.
Fylling og söndun. 15.000 m³
Fráveitulagnir 2.061 m
Ídráttarrör ø50. 558 m
Útboðsgögn má nálgast fimmtudaginn 2. maí eftir kl. 12:00 með því að senda póst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir gögnum fyrir verkið. Ath. Taka skal fram hvaða verk þetta er.
Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en fimmtudaginn 23. maí 2019 kl. 14:00. merkt „Uppbygging fráveitukerfis á Höfn – Jarðvinna og lagnir - 3. áfangi“ er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir .
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.
Nánari upplýsingar veitir:
Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is, sími 470-8000
Gunnlaugur Róbertsson, gunnlaugur@hornafjordur.is, sími 470-8000