Útboð á rekstri tjaldsvæðis Höfn

9.12.2016

Bæjarráð Hornafjarðar hefur ákveðið að auglýsa rekstur og uppbyggingu við tjaldsvæði á Höfn laust til umsóknar með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi við tjaldsvæði. Um er að ræða nýtingarleyfi frá 1. janúar 2017 til 1. janúar 2032.

 Leyfishafa verður heimilt að byggja á svæðinu samkvæmt skipulagi. Öll uppbygging á svæðinu er á kostnað og ábyrgð leyfishafa.

Með tilboði skal fylgja greinargerð varðandi uppbyggingu og rekstrarfyrirkomulag. Skilmálar sem einkum verður litið til við ákvörðun um leyfisveitingu á umræddu svæði eru eftirfarandi:  

  • Hvernig viðkomandi hyggst nýta skipulagsreit í þeim tilgangi að hafa þar starfsemi fyrir ferðamenn

  • Framkvæmdaáætlun um uppbyggingu á svæðinu

  • Áform um þjónustu á svæðinu

  • Gjald fyrir nýtingarleyfi

  • Vetrarþjónusta

  • Reynsla og þekking viðkomandi aðila af ferðaþjónustu

  • Samstarf við Sveitarfélagið Hornafjörð vegna sérstakra viðburða. Má þar nefna árlega Humarhátíð og Unglingalandsmót UMFÍ á 5-6 ára fresti. 

    Athugið að vægi skilmálanna er óháð röðun þeirra.

    Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn til bæjarráðs Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann 20. janúar 2017. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er á grunni greinargerðar eða hafna öllum.

    Umsækjendur geta nálgast frekari upplýsingar um nýtingarleyfið í Ráðhúsinu á Höfn í síma 470-8000 eða sent fyrirspurn á netfangið ardis@hornafjordur.is 

    Bæjarráð Hornafjarðar