Vetrarstarfið að hefjast í skólunum

15.8.2024

Áfallamiðuð nálgun viðfangsefni á fræðsludegi á fræðslu- og frístundasviði

Þessa dagana er vetrarstarfið að hefjast í skólum sveitarfélagsins og líf að færast í skólabyggingarnar. Af því tilefni var sameiginlegur fræðsludagur með öllu starfsfólki á fræðslu- og frístundasviði Hornafjarðar. Viðfangsefnið var áfallamiðuð nálgun og var það Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og prófessor við háskólann á Akureyri sem sá um dagskrána. Tæpleg 100 manns mættu á fræðsludaginn og þó viðfangsefnið væri á margan hátt erfitt þá var það áhugavert og á örugglega eftir að hjálpa starfsfólki að takst á við ýmis verkefni í framtíðinni.