Við viljum heyra þína skoðun

10.10.2016

 Íbúar eru hvattir til að senda inn sína skoðun.

Leiðir til að hafa samband við Sveitarfélagið Hornafjörð

Ábendingar og fyrirspurnir.

Hér á nýju heimasíðunni www.hornafjordur.is er hægt að senda inn ábendingar um það sem betur má fara, og/eða senda inn fyrirspurnir sem starfsfólk bregst við.

Spurning mánaðarins, láttu þína skoðun í ljós, á síðunni þátttaka.

Spurning októbermánaðar er: 

Hvaða verkefni/framkvæmdir viltu þú að unnið verði að árið 2017?

Óskað er eftir að íbúar láti sína skoðun í ljós vegna undibúnings fjárhagsáætlunar 2017.

Viðburðir, hægt er að sentja inn upplýsingar um viðburði í sveitarfélaginu í gegnum viðburðasafn neðst á forsíðu. Birtast upplýsingarnar á forsíðu og á viðburðarsíðu. Hægt er að setja inn myndir og nánari lýsingu á viðburði.

Íbúagátt, formleg erindi og fyrirspurnir fara fram í gegn um íbúagáttina. Þar hefur hver íbúi sitt einkasvæði sem enginn annar hefur aðgang að. Allar umsóknir sveitarfélagsins eru unnar í gegn um íbúagáttina.