Vinningstillagan "Umhverfis Leiðarhöfða"komin í undanúrslit
Vinningstillagan "Umhverfis Leiðarhöfða" er komin í uanúrslit undir "Future Projects" í World Arcitektural Festival 2022, arkitekta hátíð sem verður haldin í Lissabon í lok árs.
Tillagan bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni sem sveitarfélagið hélt fyrr á þessu ári um framtíðarnýtingu á Leiðarhöfða sem er við Sandbakkannn á Höfn. Þrjár arkítektastofur mynduðu teymi um hönnunina, þær eru, Landmótun, Hjark og Sastudio mynduðu teymi um hana. Tillagan er spennandi, vel útfærð og líkleg til þess að efla svæðið sem bæði áfangastað og útivistarsvæði. Einnig var hún talin uppfylla meginmarkmið hugmyndaleitarinnar sem er að efla Höfn sem ferðamannastað og búsetukost, með því að bjóða upp á einstakan áfangastað sem byggir á sérstöðu svæðisins.
Samkeppnin var haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, og voru fimm teymi valin til þátttöku að undangengnu forvali. Alls sóttu níu teymi um þátttöku sem öll uppfylltu fagleg viðmið.
Nánari frétt um verðlaunasamkeppnina má finna hér
Fréttin á síðu World Arcitektural Festival má finna hér