Húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna

29.8.2017

Vakin er athygli á sérstökum húsnæðisstuðningi til foreldra 15 - 17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili.

Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 50% af leigufjárhæð.

Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í afgreiðslu Ráðhúss eða á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjaðar hornafjordur.is . Frekari upplýsingar eru veittar í síma 470-8000 eða á netfangið jonkr@hornafjordur.is.