12.4.2019 : Humarhátíð 2019

Humarhátíð 2019 verður haldinn síðustu helgina í júní 28. - 30. júní. Sveitarfélagið samdi við hóp áhugasamra einstaklinga úr samfélaginu, samningur var undirritaður í dag, en hópurinn sá um hátíðina árið 2018 og þótti hún takast mjög vel.

11.4.2019 : Brjótum ísinn og bjóðum heim

Langar þig að kynnast nýju fólki og fræðast um ólíka menningu.

9.4.2019 : Fundur bæjarstjórnar 11. apríl

261. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar verður haldinn í ráðhúsi,

11. apríl 2019 og hefst kl. 16:00.

9.4.2019 : Tímabundin niðurfelling á gatnagerðargjöldum fellur niður þann 9. maí

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl að framlengja ekki reglur um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum.

5.4.2019 : Nýtt raðhús í Öræfum

Þann 3. apríl s.l. tók Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri við lyklum af þremur íbúðum í raðhúsi úr hendi Gunnars Gunnlaugssonar eiganda verktakafyrirtækisins Mikael.

4.4.2019 : Könnun á búsetusögu og framtíðar búsetu

Nú stendur yfir könnun á búsetusögu, lífsgæðum og fyrirætlunum um framtíðarbúestu í bæjum og þorpum með færri en 2000 íbúa. Það vantar sárlega þátttöku íbúa af erlendum uppruna.

4.4.2019 : Starfsemi sláturhússins á Höfn

Í lok maí á síðasta ári var samið um það milli Norðlenska matborðsins ehf. og Sláturfélagsins Búa svf. að leigusamningi Norðlenska á sláturhúsinu og þar með starfsemi þeirra, sem verið hefur frá árinu 2005, lyki þann 30. júní 2019.

2.4.2019 : Kynningarfundur um aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingar að Háhóli

Kynningarfundur vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi Háhól-Dilksnes og deiliskipulagstillögu vegna virkjunar í Birnudal verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 12:00.

28.3.2019 : Hafnarbraut lokuð vegna framkvæmda

Hafnarbraut við Víkurbraut verður lokuð í dag 28. mars og á morgun 29. mars vegna fráveituframkvæmda.

Síða 10 af 13