5.4.2020 : Aðgerðir sveitarfélagsins vegna Covid-19 faraldursins

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Um er að ræða fyrstu aðgerðir og verða þær endurskoðaðar reglulega eftir því sem áhrifin skýrast.

3.4.2020 : Páskaglaðningur

Bæjaráð samþykkti að senda páskaglaðning í þakklætisskyni til þeirra starfsmanna sveitarfélagsins sem sinna kennslu og ummönnun barna, ummönnun veikra og fatlaðra og hafa staðið í eldlínunni í þeim faraldri sem nú gengur yfir af völdum Covid-19. 

3.4.2020 : Staðan í dag 3. Apríl – Covid-19

Nú er mikilvægt að gleyma sér ekki þó staðan sé góð við verðum að standa saman og fara varlega á meðan sóttvarnarlæknir telur nauðsynlegt að halda samkomubanni áfram. Það eru að greinast hópsýkingar í smærri samfélögum á landsbyggðinni, við viljum forðast það eins og hægt er.

1.4.2020 : Staðan í dag 1. apríl – Covid-19

Sveitarfélaginu hafa borist þau skilaboð frá Almannavörnum og sóttvarnalækni að heimilt er að birta heildartölur smitaðra og þeirra sem eru í sóttkví í sveitarfélaginu.

31.3.2020 : HSU tekur við rekstri heilbrigðisþjónustu á Höfn

Heilsugæslan á Höfn ásamt sjúkraflutningum verður rekið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sveitarfélagið mun áfram reka Hjúkrunarheimilið Skjólgarð. 

31.3.2020 : Staðan í dag 31.3.2020 – Covid-19

 Þróunin í Sveitarfélaginu Hornafirði er enn stöðug, litlar breytingar hafa átt sér stað.

29.3.2020 : Staðan í dag 29. mars - Covid-19

Almannavarnir ríkisins og sóttvarnalæknir hafa beint því til aðgerðastjórna landshlutanna að birta tölur um fjölda smitaða eingöngu fyrir sinn landshluta. Sveitarfélagið Hornafjörður tilheyrir Suðurlandi og er heildarfjöldi smitaðra á Suðurlandi 102 samkvæmt covid.is

27.3.2020 : Staðan í dag 27.3 – Covid-19

Í dag eru 4 vikur frá því að fyrsta tilfellið greindist á Íslandi. Miðað við spálíkön ætti hámarkið að nást á Íslandi um miðjan apríl og ætti að ganga niður eftir það.

27.3.2020 : Samgangur barna eftir skólatíma vegna Covid 19 faraldurs

Um samgang barna eftir skólatíma meðan á samkomubanni stendur vegna Covid 19 faraldurs.

Síða 12 af 17