16.3.2020 : Tilkynning til íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna samkomubanns.

Kæru íbúar! Stjórnendur og starfsfólk hafa nú unnið að því að undirbúa starfsemi sveitarfélagsins vegna samkomubanns sem hófst á miðnætti. Það er mikilvægt að íbúar og starfsfólk sveitarfélagsins takist á við þetta verkefni af jákvæðni og samhug. Þetta er samfélagsverkefni sem miðar að því að vernda þá sem eru viðkvæmir.

16.3.2020 : Leiðbeiningar frá Íslenska gámafélaginu vegna Covid-19

Vegna Covid-19 vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri.

16.3.2020 : Covid stöðuskýrsla

Í dag mánudaginn 16. mars hafa verið tekið rúmlega 20 sýni frá Hornfirðingum og öll hafa verið neikvæð.

13.3.2020 : Starfsdagur í skólum í Sveitarfélaginu Hornafirði mánudaginn 16. mars

Mánudaginn 16. mars verður skipulagsdagur í skólum á Hornafirði í kjölfar þess að heilbrigðisráðherra virkjaði í dag heimildir sóttvarnarlaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. 

13.3.2020 : Aðgerðir vegna COVID-19 á Hornafirði

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið viðbragðsáætlun vegna útbreiðslu COVID-19 og mun framfylgja ákveðnum aðgerðum frá og með mánudeginum 16. mars 2020.

13.3.2020 : Nýjar upplýsingar frá heilsugæslu á Höfn

Á núverandi stundu eru engir einstaklingar í sveitafélaginu Hornafirði í einangrun né sóttkví.

12.3.2020 : Upplýsingar um COVID 19 veiruna

Upplýsingafundur um  COVID 19 veiruna var haldinn í Nýheimum þann 11. mars og var fundinum streymt á heimasíðu sveitarfélagsins og youtube og er aðgengilegur neðar á síðunni. 

9.3.2020 : Upplýsingafundur um COVID-19

Haldinn verður upplýsingafundur í Nýheimum miðvikudaginn 11. mars kl: 20:00 þar sem gefst kostur á að fræðast um COVID-19 og viðbrögð almannavarna í Sveitarfélaginu Hornafirði. 

6.3.2020 : Vonbrigði að ekki sé tryggt fjármagn til að fylgja loðnugöngunni til enda.

Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir miklum vonbrigðum með að Sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hryggning stofnsins hefst.

Síða 15 af 17